Vín ársins 2012

Líkt og undanfarin ár útnefnir Vínsíðan Vín ársins á Íslandi. Að þessu sinni vel ég franskt vín, nánar tiltekið frá Suður-Rhone. Ég smakkaði þetta vín fyrst þegar ég var staddur í París í vor, þá reyndar 2009-árganginn sem var prýðisgóður.  Hér heima fæst hins vegar 2010-árgangurinn sem er enn betri.  Við Guðrún drukkum þetta vín með jólagæsinni og þetta var frábær tvenna.  Plómur, sólber og súkkulaði, mjúk frönsk eik, þægileg tannín og gott eftirbragð sem heldur sér vel. Wine Spectator gefur víninu 92 punkta og ég gef því 9,0 – Góð Kaup. Vínið kostar 4.499 krónur í vínbúðum ÁTVR en það fæst á 3.149 krónur í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og því óhætt að mæla með því til þeirra sem eiga ferð þar um.
clos l'oratoire des papesVín ársins 2012 á Vínsíðunni er Clos de l’Oratoire des Papes Chateauneuf-du-Pape 2010.

Vinir á Facebook