Rauðvín og ostar

Ég verð að játa það að hafa eiginlega verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni þegar ostar eru annars vegar. Faðir minn er mikill ostaunnandi (enda mjólkurfræðingur að mennt) og aðrir í fjölskyldunni hafa löngum haft dálæti á ostum (meira að segja dóttir mín var farin að borða hinn sænska morfars brännvinsost og gamle ole með afa sínum áður en hún varð tveggja ára!). Ég er þó allur að koma til og farinn að kunna betur að meta ostana.
Þessa vikuna er ég staddur í Falun og hér er líka annar annálaður osta- og vínunnandi, Einar Brekkan, sem í gær bauð upp á fyrirtaks rauðvín, Poliziano Vino Nobile di Montepulciano 2008, og osta – Brie (að því er mér sýndist) og Gruyere. Brieinn lét ég vera, enda ekki kominn alveg inn í hvítmygluostana, en Gruyerinn var eins og sérhannaður fyrir rauðvínið (eða öfugt) – þessi tvenna var alveg frábær.  Rauðvínið var með góðu berjabragði, þétt tannín og smá sveit – eiginlega óþarfi að lýsa þessu nánar!  Einkunn: 8,5.

Vinir á Facebook