Áramótaannáll Vínsíðunnar

Jæja, þá er 12. starfsári Vínsíðunnar lokið og hið 13. hafið!  Ég hef svo sem oft verið duglegri en í ár, en samt tókst mér að koma út 46 færslum og um 50 víndómum – nánast eitt á viku sem verður að teljast ágætt því ég kaupi allt mitt vín sjálfur. Líklega eru fleiri vín sem hafa verið prófuð á árinu en gerð hafa verið skil hér á síðunni.
Vínsíðan hefur fengið um 8.000 heimsóknir í ár, flestar í desember og þann 29. desember var sett aðsóknarmet þegar 103 aðilar litu við og það er í fyrsta sinn sem flettingar fara yfir 100 á sólarhring.  Minnst var aðsóknin hins vegar í sumar, sem er skiljanlegt því þá var frekar lítil virkni á síðunni.  Vinsælastu færslurnar fjölluðu um vínin með jólamatnum og um bestu beljurnar í ríkinu.
Eftirtalin vín hlutu umsögn og einkunn á Vínsíðunni árið 2011:
Rauðvín – 37 umsagnir

 • J.L. Chave St. Joseph Mon Coeur Côtes du Rhône 2005 – 8,5 Góð Kaup
 • Chateau Mont Redon 2007 – 8,5 Góð kaup
 • Descendientes de J. Palacios Bierzo Pétalos 2009 – 9,0 Góð Kaup
 • Fonterutoli Chianti Classico 2008 – 8,5 Góð Kaup
 • Campogiovanni Brunello di Montalcino 2006 – 9,0 Bestu meðmæli
 • Delinea 300 Pinot Noir- 5,0
 • Chateau Prat-Majou-Gay – 7,0 Góð Kaup
 • Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 2010 – 7,5 Góð Kaup
 • Seghesio Zinfandel 2009 – 8,5 Góð kaup
 • Lindemans Bin 40 Merlot 2010 – 6,5
 • Lindemans Bin 50 Shiraz 2010 – 6,0
 • Casillero del Diablo Carmenere 2010 – 6,0
 • Tignanello 2006 – 9,0 Bestu Meðmæli
 • Lous M. Martini Cabernet Sauvignon 2007 – 7,5 Góð Kaup
 • Fontanafredda Barolo Serralunga d’Alba 2007 – 8,5 Góð Kaup
 • Barone Ricasoli Chianti Classico Rocca Guicciarda 2006 – 8,5 Góð Kaup
 • Muga Rioja Reserva 2006 -8, 5 Góð Kaup
 • Kyburg Cabernet Sauvignon 2008 -8,5 Góð Kaup
 • SomeZin(kassavín)
 • Barone Ricasoli Formulae(kassavín)
 • Beringer Cabernet Sauvignon(kassavín)
 • Drostdy Hof Cape Red(kassavín)
 • JP Chenet Cabernet Syrah(kassavín)
 • Periquita(kassavín)
 • Ramos Reserva(kassavín)
 • d’Arenberg The Stump Jump 2008 – 7,5
 • Fontanafredda Barbera Briccotondo 2009 – 7,0
 • Poggio al Tesoro Bolgarello 2009 – 7,0 Góð Kaup
 • Campo Viejo Crianza Rioja 2007 – 7,0 Góð Kaup
 • Montes Purple Angel 2007 – 9,0 Bestu Meðmæli
 • Allegrini Valpolicella Superiore 2008 – 7,0
 • Casillero del Diablo Merlot 2009 – 6,5 Góð kaup
 • Catena Zapata Malbec 2008 – 8,5 Góð Kaup
 • Les Tourelles de Longueville Pauillac 2005 – 8,5
 • Cigarra Shiraz Tinta Barroca 2010 – 7,0 Góð Kaup
 • Moebius Tempranillo 2007 – 7,5

Púrtvín – 1 umsögn

 • Fonseca Guimaraens Vintage Port 1995 – 9,0 Bestu Meðmæli

Hvítvín – 10 umsagnir

 • Comte d’Isenbourg gewurztraminer 2010 – 7,5 Góð Kaup
 • William Fevre Petit Chablis 2010 – 7,5
 • Dr. Loosen riesling 2010 – 6,5
 • Leth Grüner Veltliner 2010 – 8,0 Bestu Meðmæli
 • Stefano Antonucci Verdicchio Classico Riserva 2007 – 8,0 Góð Kaup
 • Foot of Africa Chenin Blanc (kassavín)
 • Lindemans Chardonnay (kassavín)
 • Dr. Loosen Bros Riesling(kassavín)
 • d’Arenberg The Hermit Crab 2009 – 7,0
 • Turkheim Riesling Alsace 2009 – 7,0

Kampavín/Freyðivín – 2 umsagnir

 • Jeanmaire Brut Champagne- 7,5
 • Louis Bouillot Cremant de Bourgogne Brut – 7,5

Á næstu dögum verður svo tilkynnt um val á víni ársins á Vínsíðunni.

Vinir á Facebook