Og vín ársins hjá Wine Spectator er…

frá Kaliforníu, nánar tiltekið Sonoma County.  Það heitir Kosta Browne Pinot Noir Sonoma Coast 2009.  Vínið hlaut 95 stig, kostar 52$ og voru framleiddir 5,818 kassar.  Þetta vín hefur verið ofarlega á listanum undanfarin ár og hreppti nú hnossið, enda uppfyllir það helstu kröfurnar sem sérfræðingar Wine Spectator gera til víns árins – fær góða einkunn, kostar ekki of mikið, er framleitt í nægilegu magni til að almenningur geti nálgast það, og svona til að réttlæta að það sé tekið fram yfir önnur vín sem fá hærri einkunn, kosta svipað og eru framleidd í meira magni – það hefur stóran vá-faktor, þ.e. þykir nógu spennandi.  Auðvitað spillir ekki fyrir að það sé amerískt…
Annars lítur topp-10 listinn svona út:

  1. Kosta Browne Pinot Noir Sonoma Coast 2009 (95 stig, 52$, 5,818 kassar framleiddir, Kalifornía, USA)
  2. Hall Cabernet Sauvignon Napa Valley Kathryn Hall 2008 (96 stig, $90, 2,450 kassar, Kalifornía, USA)
  3. Domaine Huët Vouvray Moelleux Clos du Bourg Première Trie 2009 (96 stig, $69, 760 kassar, Loire, Frakkland) – samkvæmt heimasíðu Systembolagets er ein flaska til í Stokkhólmi (líklegt að það sé kerfisvilla). Ýmis önnur vín frá framleiðandanum fáanleg í Svíþjóð, kannski hægt að panta meira af þessu.
  4. Campogiovanni Brunello di Montalcino 2006 (96 stig, $50, 7,000 kassar, Toskana, Ítalía) – Fæst í Systembolaget og ég á nokkrar í kælinum!
  5. Dehlinger Pinot Noir Russian River Valley 2008 (95 stig, $50, 1,050 kassar, Kalifornía, USA)
  6. Baer Ursa Columbia Valley 2008 (95 stig, $35, 1,095 kassar, Washington, USA)
  7. Quinta do Vallado Touriga Nacional Douro 2008 (95 stig, $55, 2,188 kassar, Douro, Portúgal) – nokkur önnur vín frá framleiðandanum fást í Systembolaget.
  8. Domenico Clerico Barolo Ciabot Mentin Ginestra 2006 (96 stig, $90, 1,500 kassar, Piedmont, Ítalía) – Fæst í Systembolaget
  9. Alain Graillot Crozes-Hermitage La Guiraude 2009 (94 stig, $55, 650 kassar, N-Rón, Frakkland)
  10. Château de St.-Cosme Gigondas Valbelle 2009 (94 stig, $58, 1,175 kassar, S-Rón, Frakkland) – önnur vín frá þessum framleiðanda fást bæði í Vínbúðum ÁTVR og í Systembolaget.

Topp-100 listinn verður birtur eftir helgina og hver veit nema eitthvað meira sé aðgengilegt í vínbúðunumÖ

Vinir á Facebook