Getur verið…

…að það sé komin ný færsla? Já, ég veit að ég hef verið einstaklega latur við að skrifa á Vínsíðuna í sumar, og það endurspeglar kannski vínathuganir mínar í sumar.  Ég hef hef ekki prófað  mikið af spennandi vínum í sumar og það er kannski afleiðing þess að það hefur verið mikið að gera í vinnunni og þreyta því fylgjandi.  Vonandi verður nú gerð bragarbót á því í vetur!
Fyrir mörgum árum síðan prófaði ég ákaflega gott Pinot Noir frá Oregon.  Einhverra hluta vegna hefur orðið sífellt erfiðara að nálgast amerísk vín undanfarin ár og þau sem eru í boði eru mörg hver lítið spennandi.  Síðastliðna viku var ég í Falun og ég kíkti aðeins í vínbúðina þar, aðallega til að kíkja á úrvalið af bjór úr nágrenninu (vínbúðirnar í Svíþjóð hafa ekki mikið frelsi þegar kemur að því úrvali sem boðið er upp á, en eitt af því sem getur verið staðbundið er framboð á bjór sem framleiddur er af litlum brugghúsum í nágrenninu – meira um það síðar).  Ég sá þá að eitt vín sem boðið er upp á í haust er Pinot Noir frá Oregon, nánar tiltekið heitir vínið Delinea 300 – nafnið ku vera einhver skírskotun í jarðfræði þess svæðis þar sem þrúgurnar í þetta víneru ræktaðar.  Því miður varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum með þetta vín – það var hálf dauft að sjá, óspennandi ilmur og eiginlega hálfgert moldarbragð af víninu (samt ekki eins og þegar vín eru ónýt, fannst mér).  Leitin að góðum Pinot frá Oregon heldur því áfram…

Vinir á Facebook