Chateau Prat-Majou-Gay

Já, það er til vínhús og vín með þessu nafni!  Það kemur frá Languedoc-Roussillon í suðurhluta Frakkland, nánar tiltekið frá Minervois.  Ég keypti 2008-árganginn um daginn sem hugsanlegan húsvínskandidat (eins og lesendur vafalaust eru nú farnir að taka eftir þá er ég alltaf að leita að nýju húsvíni) og við vorum bara nokkuð ánægð með það.  Allt om vin telur það vera fynd (þ.e. mjög góð kaup) enda kostar það ekki nema 79 SEK.  Það er með dálitlum hratkeim, kryddað og með nokkuð gott jafnvægi.  Hentar vel með ostum og einföldum mat.  Einkunn: 7,0 – Góð Kaup.

Vinir á Facebook