Gamall vinur í heimsókn

Við höfum smá matarboð um síðustu helgi og buðum m.a. Gísla og Jóhönnu.  Þau færðu okkur flösku af Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 2010 og ég varð nokkuð ánægður að sjá þá flösku, því það er orðið ansi langt síðan ég prófaði þetta vín.  Í kvöld grillaði ég svo nautakjöt á spjóti og fannst tilvalið að opna þessa flösku með.  Vínið er að vanda dökkt og fallegt í glasi, unglegt en með smá dýpt.  Í nefið koma fjólur, súkkulaði og lakkrís, smá pipar ásamt eikarkeim.  Vínið er vel tannískt, sýran aðeins yfir meðallagi, góð fylling og eftirbragðið heldur sér þokkalega.  Ágætis vín sem hentaði vel með grillinu.  Einkunn: 7,5 – Góð Kaup!

Vinir á Facebook