Hitabylgja

Það er sannkölluð hitabylgja sem gengur yfir Uppsala þessa dagana.  Þegar þetta er skrifað er klukkan hálf níu að morgni og hitinn er þegar kominn yfir 20 gráður!  Í gær var þvílík rjómablíða – sól, hægur andvari og 25 stiga hiti, sem er bara nokkuð gott í byrjun júní.  Við sátum úti á palli stærstan hluta úr deginum, drukkum hvítvín og bjór og grilluðum svo fyrirtaks nautasteik.  Með henni drukkum við Lous M. Martini Cabernet Sauvignon 2007, fyrirtaks amerískur Cabernet sem hentaði vel með grillinu.  Smá leður og sólber, eik og tóbak í annars einföldum ilm, vínið hæfilega tannískt í munni og ágætis eftirbragð.  Einkunn: 7,5 – Góð Kaup.
Það er mikið um að vera í dag – sextugsafmæli Einars Brekkans og svo grill hér um kvöldið þegar Gestur og Soffía koma í sína fyrstu heimsókn til Uppsala (nýflutt til Stokkhólms frá Kaupmannahöfn).  Stefnir í meira nautakjöt og eitthvað vel valið vín úr kælinum…

Vinir á Facebook