Árshátíðin

Vínklúbburinn Reinhardt hélt fyrstu árshátíð sína um síðustu helgi.  Þemað var ítalskt – bæði matur og vín.  Í forrétt gerðum við Carpaccio og með því drukkum við Stefano Antonucci Verdicchio Classico Riserva 2007.  Það var nokkuð sérstakt vín og í fyrsta sinn (að ég held) sem við prófuðum vín úr þessari þrúgu.  Vínið er gyllt á lit, góð dýpt.  Dálítið sætur keimur af hnetum, vanillu, sítrónum, ferskjum og smá eik.  Góð fylling í bragðinu, þar sem hnetukeimurinn kemur betur fram.  Gott eftirbragð sem heldur sér vel.  Einkunn: 8,0 – Góð Kaup.
Í aðalrétt bárum við fram grillaða kálfaentercote með gratíneruðum aspas, rjómalagaðri kartöflumús og klettasalati.  Kálfakjötið þótti takast afar vel upp og vakti mikla lukku.  Með því drukkum við Fontanafredda Barolo Serralunga d’Alba 2007.  Vínið var dökkt og fallegt að sjá, í nefinu eik, lakkrís, kakó, kirsuber og smá tóbak.  Dálítið tannískt, gott jafnvægi, langt og gott eftirbragð.  Mjög gott vín sem óhætt er að mæla með.  Einkunn: 8,5 – Góð kaup.
Að lokum var borinn fram semifreddo að hætti Keizarans, og vitaskuld þótti það ákaflega gott!  Vel lukkað kvöld sem endaði ekki alveg nógu vel fyrir dr. Leifsson, sem er dyggur stuðningsmaður Manchester U…

Vinir á Facebook