Gott Chianti

Nú er ég í stuttri útlegð  í Falun (heim á morgun) og til að stytta mér stundir er ég búinn að vera að vinna í árgangstöflu fyrir Vínsíðuna, vonandi get ég sett hana inn á síðuna fljótlega (helst á PDF-sniði svo hægt sé að prenta hana út).  Ég leit við í Vínbúðinni hérna og tók með eina hálfflösku af Barone Ricasoli Chianti Classico Rocca Guicciarda 2006. Þetta er fyrirtaks Chianti Classco, fallega rautt með góða dýpt í litnum.  Í nefið koma strax ber og plómur með smá kryddi.  Góð fylling, talsvert að tannínum sem þó eru nokkuð mjúk.  Langt og gott eftirbragð.  Einkunn: 8,5 – Góð Kaup! Hálfflaskan kostar 79 SEK, heilflaska 139 SEK sem er fínt verð fyrir gott vín.

Vinir á Facebook