Mas La Plana 2006

Um daginn opnaði ég Torres Cabernet Sauvignon Gran Reserva Mas La Plana 2006vín sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér og ég varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti.  Vínið er enn ungt og á eftir að batna með geymslu í nokkur ár til viðbótar.  Í nefinu er góð leður- og berjalykt, smá tóbak og krydd.  Vínið er vel tannískt, góð fylling og þétt eftirbragð sem heldur sér vel.  Smellpassaði við nautalundina!  Einkunn: 8,5 – Góð Kaup!

Vinir á Facebook