Rifjaveislan

Um síðustu helgi langaði okkur í rifjasteik. Svona alvöru steik sem er mjúk og safarík, en samt svo vel elduð að það nægir að hrista steikna pínulítið, þá skilja beinin sig frá kjötinu! Ég keypti því fullt af svínarifjum sem ég henti inn í ofn í nokkra klukkutíma. Svo bjó ég til gómsæta grillsósu til að bera fram með rifjunum. Sósan er reyndar samkvæmt uppskrift í Grillbók Hagkaupa en ég ákvað síðar um kvöldið að verkefni sumarsins verður að þróa mína eigin grillsósu.
Keizarinn og Dr. Leifsson mættu í mat ásamt spúsum sínum og voru bara nokkuð ánægðir með veitingarnar.  Með rifjunum drukkum við Montecillo Rioja Crianza 2006 sem var bara nokkuð gott.  Sólber, pipar, smá leður og óvenjumikill eikarkeimur reyndar fyrir Crianzavín.  Létt tannískt, góð fylling og þétt eftirbragð.  Einkunn: 7,5 – Góð Kaup!

Vinir á Facebook