Keizaraleg veizla

Keizarinn átti afmæli um daginn og ákvað að bjóða okkur í mat.  Hann var reyndar að fara á kúrs í Gällevare, sem er fyrir norðan norður í r…gati, eins og hann orðaði það.  Hann ætlaði að fljúga til Kiruna en einhverra hluta vegna var fluginu aflýst og hann þurfti að taka Lapplandslestina í staðinn.  Hann þurfti því að leggja fyrr af stað en ella og frestaði því veislunni.  Nú er Keizarinn hins vegar kominn heim og býður í mat í kvöld.  Hann eldar auðvitað sjálfur og ætlar að taka fram einhverja góða flösku úr kælinum!
Sjálfur er ég búinn að vera í útlegð í Falun þessa viku og ætla svo að skreppa til Umeå á mánudaginn.  Þetta verður reyndar bara dagsferð, en ég ætla að hitta einn fremsta sérfræðing Evrópu á sviði nýrnakrabbameins.  Vonandi leiðir það til samstarfsverkefnis og frekari rannsókna á þessu sviði.  Ég vona því bara að Eyjafjallajökull hafi sig hægan, a.m.k. nokkra daga til viðbótar…

Vinir á Facebook