Góð kaup í púrtvínum

Ég fór í vínbúðina mína áðan og pantaði mér púrtvín!  Það er ekki á hverjum degi að ég kaupi púrtvín – hvað þá að ég panti það!  Ég viðurkenni hins vegar fúslega að ég er dálítið veikur fyrir góðu púrtvíni, og púrtvínin sem eru að koma núna eru einmitt frá hinum magnaða 2007-árgangi, sem er einn sá besti í sögu portúgalskrar víngerðar (a.m.k.  eftir að þeir lærðu að búa til almennileg rauðvín).  Þar sem ég er áskrifandi að Wine Spectator þá fæ ég reglulega tölvupóst frá þeim.  Ábendingin sem ég fékk í gær var einmitt um vín sem gæti verið áhugavert fyrir safnara, og hugsanlega góð fjárfesting fyrir framtíðina.  Þar var m.a. bent á Dow’s vintage 2007, sem fær 100 stig í einkunn – fullt hús – þeir segja þetta vera besta púrtvín sem nokkurn tíma hefur komið frá Dow’s.  Flaskan kostar 599 SEK og ég fór því beint og pantaði!
Hins vegar eru aðrir toppframleiðendur á borð við Taylor Fladgate og Fonseca ekki að gera alveg jafn góða hluti þetta árið.  Fyrir áhugasama fylgir hér samt listi yfir nokkur árgangspúrtvín sem gæti verið góð kaup í:

  • Dow’s  2007 – 100p – 599 SEK
  • Quinta do Vesuvio A Capella 2007 – 98p – 699 SEK
  • Taylor Fladgate 2007 – 96p – 695 SEK
  • Graham’s 2007 – 96p – 699 SEK
  • Fonseca 2007 – 94p –  702 SEK
  • Quinta do Vesuvio2007  – 94p – 599 SEK

Því miður virðast engin árgangspúrtvín vera fáanleg á Íslandi um þessar mundir (a.m.k. koma þau ekki fram á vefsíðu ÁTVR) en vonandi rætist eitthvað úr því.

Vinir á Facebook