Hörmungarár í Bordeaux!

Þó svo að árið 2007 hafi verið hið þokkalegasta ár að mörgu leyti þá er ekki hægt að segja hið sama um uppskeruna í Bordeaux þetta árið.  Árgangurinn er einn sá versti í 10 ár og þar með sá versti á þessari öld!  Nýjasta hefti Wine Spectator kom með póstinum í dag og þar er einmitt fjallað um 2007-árganginn í Bordeaux.  Það eru aðeins nokkur vín sem fá 90+ punkta og flest kosta þau nokkur hundruð dollara flaskan.
Niðurstaðan (þ.e. mín niðurstaða) er að láta Bordeaux alveg eiga sig þegar kemur að 2007 og í staðinn kaupa vín frá Toscana og öðrum héruðum Ítalíu, því þar er hægt að gera góð kaup í nánast hverju sem er! Þýsk Rieslingvín frá 2008 eru líka nokkuð pottþétt kaup.

Vinir á Facebook