Slow Cooking

Það er ekki á hverjum degi að ég byrja að elda kvöldmatinn fyrir hádegi, en þannig er það í dag.  Við keyptum eintak af sænska tímaritinu Allt om Mat og þar var uppskrift að gamaldags „rustik“ mat – nautasteik sem er brúnuð á pönnu og svo soðin (með grænmeti og kryddi) í 10-12 tíma!  Þetta er sáraeinfalt og hentar vel ef maður er með gesti í mat, því það er bara pínulítil vinna í lokin, græja sósuna og meðlætið.  Með þessu er mælt með að maður drekki Allesverloren Shiraz, en þar sem ég á það ekki til ætla ég að finna mér eitthvað annað góðgæti úr kælinum.  Í kvöld er svo annar hluti Melodifestivalen – ómissandi skemmtun fyrir þá sem búa í Svíþjóð.  Það var sjálfur Dolph Lundgren sem stal senunni í fyrstu forkeppninni, og fyrir þá sem vilja sjá hvað ég að tala um er bent á að kíkja inn á þetta.

Vinir á Facebook