Vín ársins 2009

Þá er það ljóst – vín ársins 2009 hjá tímaritinu Wine Spectator er Columbia Crest Columbia Valley Cabernet Sauvignon Reserve 2005!  Þetta er tiltölulega ódýrt vín frá „venjulegum“ bandarískum framleiðanda, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir góð vín á góðu verði.  Hann hefur ekki verið að gera neina „blockbusters“ hingað til en kannski verður breyting á því eftir þetta.  Reyndar hafa undanfarin ár verið einstaklega góð í Washington, sem sést á því að  nokkur vín þaðan eru á topp-100 listanum í ár, og öll eru þau verðlögð í lægri kantinum.
Því miður er vín ársins hvorki fáanlegt á Íslandi né í Svíþjóð, en hins vegar eru önnur vín frá Columbia Crest fáanleg og þau svíkja heldur engan.
Umsögn ritstjóra Wine Spectator hljómar á þessa leið:

Ripe in flavor, with a vivid array of black currant, blackberry, violet, black tea and black pepper aromas and flavors that zoom through to a long, expressive finish. Shows subtlety in the layers of complex flavor against a refined structure. Tannins are present but nicely contained. Best from 2010 through 2015. Tasted twice, with consistent notes. 6,000 cases made.

crest2005

Vinir á Facebook