Vín ársins 2009

Í næstu viku mun Wine Spectator hefja niðurtalninguna í útnefningunni á Víni Ársins 2009.  Opinberlega verður byrjað að telja niður á miðvikudag, þegar vínin í sætum 10-6 verða tilkynnt og á fimmtudag verða vínin í sætum 5-2, en sem áskrifandi að winespecator.com fæ ég upplýsingar á mánudag.  Fjallað verður um niðurtalninguna hér á Vínsíðunni og talið niður að víni ársins, sem tilkynnt verður á föstudag.
Vínsíðan hefur í mörg ár útnefnt vín ársins á Íslandi og ég stefni að því að halda áfram í þessa hefð.  Venjulega er útnefningin tilkynnt í byrjun janúar.  Hér með er því opnað fyrir tilnefningar á Víni Ársins á Íslandi 2009.  Allar ábendingar vel þegar, annað hvort í athugasemdum eða með tölvupósti til vinsidan@vinsidan.com.

Vinir á Facebook