De Bortoli Shiraz 2008

Í gær vorum við boðin í afríkanskan laxapottrétt hjá Keizaranum.  Ég kippti með einni De Bortoli Shiraz 2008 sem ég hafði keypt í gær, ekki vegna þess að ég taldi hana passa svo vel við laxinn (út frá því sjónarmiði hefði verið betra að taka með góða Chardonnay) heldur einfaldlega af því að mig langaði til að smakka hana!  Þetta er auðvitað mjög ungt vín að sjá, ekki mikil dýpt en kannski ekki við því að búast heldur.  Í nefinu einkum pipar og skógarber sem skila sér í munninn.  Sýran aðeins of mikil, ekki of mikil tannín, sæmileg fylling og þokkalegt eftirbragð.  Í heildina sér þokkalegasta hversdagsvín – Einkunn: 7,0 – Góð Kaup! Flaskan kostaði ekki nema 69 SEK og maður fær því nokkuð mikið fyrir peninginn (fékk 86 punkta hjá Wine Spectator).
De Bortoli Shiraz

Vinir á Facebook