Góð kaup – 4. hluti

Hér er lokahlutinn í umfjöllun um góð kaup, a.m.k. í bili.  Þessi umfjöllun hefur hlotið góðar undirtektir eins og sést í ummælum sem lesendur hafa lagt inn.  Meira af þessu!
Í þessum síðsta lista eru talin upp vín sem kosta undir 10 dollurum og fá a.m.k. 80 punkta.  Í Vínbúðum ÁTVR kosta þau um 1700-2000 krónur og í sænska Systembolget kosta þau um 65-90 SEK  Vín sem hafa verið að fá rúma 80 punkta hafa kannski ekki verið mikið upp á pallborðið hjá mér eða sumum öðrum lesendum Vínsíðunnar, en hér eru þó á ferðinni vín sem eru ódýr og falla vel að hversdagsmatnum, eða þegar kaupa á meira magn, s.s. fyrir veislur af ýmsu tagi.
Rauðvín
La Vieille Ferme Cotes du Ventoux 2007 – 87p – $9 – ISK 1780
Jacob’s Creek Shiraz 2006 – 85p – $8 – ISK 2099
Columbia Crest Merlot-Cabernet Two Vines 2006 – 85p – $8 – SEK 95 (B)
Mouton Cadet Bordeaux 2006 – 85p – $9 – ISK 1998 – SEK 85
Oxford Landing Shiraz 2006 – 84p – $9 – SEK 85 (B)
Redtree California Cabernet Sauvignon 2005 – 82p – $9 – SEK 75 (B)
Hvítvín
Fetzer Chardonnay Valley Oaks 2008 – 87p – $9 – SEK 89
Oxford Landing Chardonnay 2008 – 87p – $9 – SEK 79
Feudo Arancio Grillo Sicilila 2007 – 86p – $9 – ISK 1723
Mezzacorona Chardonnay Vigneti delle Dolomiti 2007 – 86p – $9 – SEK 66
Feudo Arancio Pinot Grigio Sicilia Stemmari 2008 – 85p – $9 – ISK 1829
Vina Morandé Sauvignon Blanc Pionero 2008 – 84p – $9 – ISK 1790
Fetzer Chardonnay Valle Oaks 2007 – 83p – $9 – SEK 89
Feudo Arancio Grillo Sicilia Stemmari 2008 – 82p – $9 – SEK 75 (B)
Þá er bara að taka þetta saman í handhægan lista sem hægt er að prenta út og taka með í næstu ferð í Ríkið!

Vinir á Facebook