Vín í plastflöskum?

Mynduð þið kaupa ykkur vín í eins og hálfs líters plastflösku?  Ég myndi sennilega hugsa mig vel um og kannski prófa eitthvað ódýrt vín, svona í staðinn fyrir kassavínið.  Kassavínið er jú í raun bara vín í plastpoka (að vísu lofttæmdum) og munurinn því kannski ekki svo mikill eftir allt!  Kassinn leyfir okkur líka að nálgast innihaldið án þess að hleypa of miklu lofti að því sem eftir er í kassanum.
Ég held samt að það verði ekki langt í að við fáum að sjá vín í plastflöskum í vínbúðunum (og í vínbúðinni minni hefur að undanförnu fengist rósavín í plastflösku).  Það er heldur ekki langt síðan menn voru að býsnast yfir því að sumir framleiðendur væru farnir að setja skrúfutappa á vínflöskur, og það er bara orðið ansi algeng sjón í dag!
Annars er umfjöllun um vín á plastflöskum í Los Angeles Times

Vinir á Facebook