Áskrift að Vínsíðunni er ókeypis!

Já, það kostar ekkert að gerast áskrifandi að Vínsíðunni.  En er einhver tilgangur með því?  Já, þú getur fylgst með því sem er að gerast í vínheiminum á Íslandi og erlendis, auk þess sem hér birtast fjölmargar umsagnir og víndómar.  Á næstunni er ætlunin að endurvekja fréttabréf Vínsíðunnar og fleiri nýjungar munu líta dagsins ljós þegar líður á vorið.  Fylgstu með!

Með því að smella á myndina hér að neðan getur þú gerst s.k. RSS-áskrifandi að Vínsíðunni.  RSS stendur fyrir „Really Simple Syndication“ eða „Rich Site Summary“.  Það þýðir að lesendur geta á hverjum tíma séð nýjustu færslur á síðunni ásamt stuttri samantekt eða upphafi hverrar færslu.  Með því að gerast RSS-áskrifendur er hægt að setja bókamerki í vafrann (t.d. í bókamerkjaslána eins og ég geri sjálfur) og þar er hægt að sjá nýjustu færslur á hverjum tíma.  Þannig þarf ég ekki að opna síðuna ef ekkert nýtt er þar að finna (eða ef ég ætla ekki að skoða eldra efni).  Prófaðu að smella á myndina og sjáðu hvernig þetta virkar!

ps. Látið mig endilega vita hvort ykkur finnst þetta eitthvað sniðugt eða hvort þetta er algjör óþarfi.

Vinir á Facebook