Smakkarinn.is velur vín ársins

Stefán Guðjónsson á smakkarinn.is er einn af helstu vínsérfræðingum Íslands og hann hefur tilnefnt vín ársins 2008 – Chateau Lagrange 2004:

Þá er komið að besta víninu sem ég smakkaði árið 2008! Vínið kemur frá einu besta ef ekki besta og þekktasta  vínræktar svæði heims, Bordeaux. Þeir sem þekkja mig vita að ég lít ekki á Bordeaux sem nafla alheimsins í vínrækt og set það ekki á háan stall sem allir eiga að líta upp til. Þvert á móti, finnst mér Bordeaux í heild hafa misst mikið af sínum sjarma í gegnum árin. Ódýrt og meðal dýrt vín er að mínu mati oft illa unnið og ekki peninganna virði. Dýru vínin eru jú oftast frábær en eru líka oftast svo fáránlega dýr, 50.000 kr. eða meira, að mér finnst það móðgandi…

Lesið meira á www.smakkarinn.is

Vínsíðan tekur undir það að Chateau Lagrange er afbragðsgott vín, en hins vegar hef ég aðeins prófað 1989-árganginn sælla minninga.

Vinir á Facebook