Að breyta blómum í fisk?

Nei, það er kannski ekki svo auðvelt.  Hins vegar benda nýjustu rannsóknir til að hófleg áfengisneysla, einkum víndrykkja, auki magn omega-3 fitusýru í blóði.   Þetta kemur fram í grein í janúarhefti American Journal of Clinical Nutrition.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að omega-3 fitusýrur, sem finnast í miklu magni í fiskiolíum, og hófleg áfengisneysla, einkum víndrykkja, dragi úr líkum á hjartasjúkdómum.  Vísindamenn fengu aukinn áhuga á omega-3 eftir að matvælastofnun Bandaríkjanna lýsti því yfir að omega-3 drægi úr hjartasjúkdómum, og tilgreindi einkum fisk, s.s.. lax, silung og túnfisk sem dæmi um matvæli sem innihalda hátt hlutfall omega-3.
Líkaminn getur ekki framleitt omega-3 fitusýrur upp á eigin spýtur, en getur hins vegar umbreytt jurtaolíum í omega-3 með hjálp víns, en ekki með hjálp bjórs eða sterks áfengis (spíra) skv. niðurstöðum rannsóknahópsins sem hefur aðsetur í Campobasso á Ítalíu.  Líklega eru það því önnur efni en alkóhólið (s.s. pólýfenól) sem hafa þessi áhrif.
Sjá nánar á www.winespectator.com.  Ágrip af rannsókninni má lesa hér.

Vinir á Facebook