Umferðin á Vínsíðunni.

Ég var að taka saman umferðina á Vínsíðunni áður en ég skipti yfir á nýja vefþjóninn hjá Hostgator. Svona lítur tölfræðin út:
ÁRIÐ 2005 (sept-des): 2.662 heimsóknir, 6.073 flettingar og 19.475 „hits“.
ÁRIÐ 2006: 37.434 heimsóknir, 93.339 flettingar, 209.411 „hits“. Flestar heimsóknir voru í nóvember, 10.259 talsins. Ég set reyndar nokkra fyrirvara við þessar tölur, því á þessum tíma notaði ég phpNuke-kerfið sem var farið að laða að sér hakkara og óværur sem réðust á síðuna og því fylgdi veruleg traffík, einkum síðustu 3 mánuðina þegar ég fékk rúmlega 25.000 heimsóknir en mig grunar að sú tala sé nokkuð fjarri raunveruleikanum, a.m.k. ef miðað er við hina mánuðina þegar ég var með 700-2200 heimsóknir á mánuði.
ÁRIÐ 2007: 12.028 heimsóknir, 37.404 flettingar, 107.692 „hits“. Flestar heimsóknir voru í desember, 1.291 talsins.
ÁRIÐ 2008 (1. jan – 15. apríl): 2.651 heimsókn, 8.050 flettingar, 19.723 „hits“.
ÁRIÐ 2008 (15. apríl – nú): 5.891 heimsókn, 14.940 flettingar, 24.140 „hits“.
Núna eru um 70 heimsóknir daglega á síðuna og rúmlega 200 flettingar, og ég er bara nokkuð ánægður með það!
Og þar hafið þið það!

Vinir á Facebook