Don Melchor Cabernet Sauvignon 1997

Ég ákvað að það væri kominn tími á þessa flösku (þó hún hafi ekki verið nema nokkrar vikur í vínskápnum) nú um helgina.  Guðrún búin að fá stöðuhækkun, frábært veður (sól og 25 stig), grillað lambakjöt og góður félagsskapur – auðvitað kallar það á gott vín.
Fallega dökkt vín með góða dýpt, orðið nokkuð þroskað.  Nokkuð einföld lykt – leður, pipar, sólber –  en reyndar ekki auðvelt að greina lyktina nánar þegar maður er úti.  Töluvert eftir af tannínum, sýran nokkuð farin að gefa eftir.  Góð fylling og þétt eftirbragð sem þó var heldur í styttri kantinum.  Smellpassaði við lambakjötið.  Góð kaup.  Ég myndi þó ekki geyma það mjög lengi í skápnum, a.m.k. ekki mikið lengur en 3-5 ár.

Vinir á Facebook