Einstakt kvöld á Holtinu!

Fyrir þá sem ekki eru neitt sérstaklega uppteknir fimmtudaginn 5. júní og hafa 35 þúsund krónur aflögu bendi ég á að Pierre Lurton, sem er einn aðalmaðurinn hjá Chateau Cheval Blanc og Chateau d’Yquem, verður sérstakur gestur á Hótel Holti þetta kvöld.  Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Veitingastaðnum Gallery á Holtinu mun töfra fram veislumáltíð þar sem gestum gefst tækifæri á að smakka ofannefnd vín.  Einstakt tækifæri sem menn mega ekki láta fram hjá sér fara.  Sjálfur kemst ég því miður ekki því ég er á vakt þetta kvöld (og þar að auki ekki staddur á Íslandi).  Ég verð því líklega að láta fjólubláa engilinn duga í staðinn!

Vinir á Facebook