Vínklúbburinn

Á meðan á Íslandsheimsókninni stóð tókst mér að komast á fyrsta vínklúbbsfundinn í heil 6 ár! Óhætt að segja að það var löngu kominn tími á fund! Við prófuðum nokkur góð vín, m.a. Chateau Pibran 2004 og Almaviva 2003, sem er alveg einstaklega gott vín og kom verulega á óvart. Þéttur og öflugur bolti og nokkuð góð kaup í þessu víni (kostaði um 5.000), sem er samstarfsverkefni Concha y Toro og Barónessunnar Rothschild (minnir nokkuð á Opus One-dæmið). Pibraninn var líka nokkuð góður og telst líka vera góð kaup fyrir aðeins rúmar 3.000 krónur. Við drukkum líka eitthvert lífrænt vín frá Chile sem því miður er ekki eftirtektarvert fyrir annað en að vera lífrænt ræktað, en kannski að það fari batnandi með síðari árgöngum ef framleiðendurnir læra eitthvað um víngerð.
Á leiðinni heim kippti ég með mér Don Melchor Private Reserve 1997, sem ég hef ekki séð áður. Spennandi að prófa hana!

Vinir á Facebook