Síðasti engillinn – meira Chianti?

Guðrún kom heim frá Íslandi í síðustu viku og tók með sér síðustu flöskuna af fjólubláa englinum í Fríhöfninni – kærkomin viðbót í vínkælinn minn! Annars hefur lítið verið drukkið af fínum veigum undanfarið, þrátt fyrir að ég hafi m.a. brugðið mér til Aþenu. Þó stendur til að gera á því bragarbót því fjölskyldan er á leið til Ítalíu n.k. föstudag þar sem við munum dvelja í 2 vikur. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að dvelja 2 vikur á Ítalíu án þess að kynnast nokkrum ítölskum vínum og nánar verður greint frá því eftir heimkomuna (nema ég komist á Netið þarna úti!).
Annars get ég greint frá því að við héldum upp á afmæli yngri dótturinnar í gær og grilluðum íslenskt lambakjöt skv. uppskrift í grillblaði Gestgjafans. Marineringin inniheldur m.a. ostrusósu en ég er ekki frá því að hún sé aðeins of yfirþyrmandi, get þó hiklaust mælt með uppskriftinin og reyndar blaðinu í heild sinni!

Vinir á Facebook