Phylloxera í Ástralíu

Nýlega greindist phylloxera rótarlúsin í vínvið í Yarra Valley í Ástralíu. Rótarlúsin leggst, eins og nafnið bendir til, á rætur vínviðarins, tekur frá honum næringarefni og dregur hann að lokum til dauða.
Um 70% af vínvið í Yarra Valley hefur rætur sem ekki eru ónæmar fyrir rótarlúsinni og gæti því þurrkast út, takist ekki að hemja útbreiðslu lúsarinnar.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir svæðið, sem missti allt að 40% uppskerunnar í frosti í október.

Vinir á Facebook