Breytingar á áfengisgjalda munu stórhækka áfengisverð

Fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi munu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi, að óbreyttu. Einnig munu tekjur ríkissjóðs aukast verulega, en ekki standa í stað eins og haft hefur verið eftir fjármálaráðherra í fjölmiðlum. Þetta er mat forvarsmanna Ölgerðar Egils Skallagrímssonar sem vara við þessum hugmyndum, eins og þær liggja fyrir nú.
Rætt er um að hækkun á áfengisgjaldi eigi að vega á móti lækkun virðisaukaskatts í 7% svo tekjur ríkisins standi í stað. Fyrirhuguð hækkun gerir þó gott betur enda er afleiðingin sú að verð á öllum tegundum áfengis mun hækka verulega sem munu færa ríkissjóði auknar tekjur sem mælast í milljörðum. Meðfylgjandi tafla sýnir þær breytingar sem verða á verði algengra tegunda af áfengi, nái þær tillögur fram að ganga sem nú er rætt um á þingi.

Tegund Verð nú Nýtt verð Hækkun
Smirnoff 1 L 4.250 4.410 27,3%
Brennivín 70 cl 3.290 4.140 25,8%
Rosemount rauðvín 3 L kassi 4.190 4.850 15,8%
Wolf Blass rauðvín 75cl 1.490 1.593 6,9%
Opal vodkaskot 3.290 3.720 13,1%
Grand Marnier líkjör 4.260 4.980 16,9%
Egils Gull 0,5 L 199 228 14,6%

Þessar verðbreytingar miðast við að virðisaukaskattur fari í 7% og áfengisgjald (vínandagjald) hækki um 58% eins og lagt er til í frumvarpi fjármálaráðherra.
Ölgerðin hvetur ráðamenn til að endurskoða þá hækkun sem verði á áfengisgjaldi í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti svo gjaldheimta standi í stað í heildina litið.

Vinir á Facebook