Santa Alicia

Það er nokkuð dökkt, í meðallagi djúpt og er enn ungt að sjá. Af því leggur áberandi berjalykt, einkum jarðarber og sólber. Einnig nokkur eik, pipar og vottar aðeins fyrir strokleðri. Góð fylling í einfaldri lykt. Í munni er vínið nokkuð tannískt, sýra aðeins yfir meðallagi, góður berjakeimur en nokkuð stutt eftirbragð og það veldur nokkrum vonbrigðum, enda er þetta vín sem hefði annars alla burði til að verða stærra en það er nú.

Vinir á Facebook