Firriato Santagostino Baglio Soria 2001

Fallegur litur, ágæt dýpt en aðeins skýjað að sjá og fremur unglegt. Lakkrís og vel þroskaðar plómur koma fram áður en víninu er þyrlað. Plómurnar magnast við þyrlun en einnig er lykt af vanillu og brenndri karamellu. Þægileg og sérstök lykt. Talsvert tannín og meðal fylling. Kryddað og kröftugt vín með skemmtilegan karakter. Ágætt eftirbragð með keim af karamellu og hnetum. Góð kaup og áhugaverður kostur. Gæti batnað við geymslu í ca. 2 ár.
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook