Rosemount Estates Traditional 1999

Auga: Nokkur dýpt og byrjandi þroski, örlítið skýjað.
Nef: Klassísk Sauvignon lykt, eik, leður, kaffi, vottur af hvítum pipar og karamella og negull að auki. Góð lykt í þægilegu jafnvægi.
Bragð: Kraftmikið bragð með góðri fyllingu og eftirbragði. Plómur og skemmtilegt bragð af kakódufti, vanilla og krækiber í eftirbragði. Má vel geyma í 5 ár til viðbótar.
Blandað úr Cabernet Sauvignon, Merlot og Petit Verdot, þ.e. hefðbundin blanda frá Bordeaux (þannig er nafnið til komið).
Einkunn: 8,0 – Góð Kaup

Vinir á Facebook