Enn og aftur kemur góður árgangur af þessu frábæra víni. Persónulega finnst mér þó að ’97 og ’98 hafi verið betri en ég er þó ánægður með þennan árgang. Vínið er þó töluvert ungt og aðeins ljósara en fyrri árgangar. Í nefið kemur dæmigerð shiraz lykt: Pipar, sólber og plómur og eikin er nokkuð góð. Vottar fyrir sýru og lyktin er frekar einföld enn sem komið er. Í munni er vínið töluvert tannískt, sýra aðeins yfir meðallagi og dálítið hratbragð. Það er kannski i það yngsta til að drekka núna en ætti að batna nokkuð með geymslu í 1-2 ár og ætti þá að vera farið að líkjast því sem ’98 árgangurinn er núna.
Þegar ég smakkaði 1997 árganginn í fyrsta sinn varð ég strax mjög hrifinn og gladdist því mjög þegar það kom í almenna sölu. Það er nú að treysta sig í sessi sem ein bestu kaupin í ÁTVR og ég er viss um að aðdáendahópur þess mun fara stækkandi.