Fallega strágult vín, með örlítilli grænni slikju í röndina. Ilmar af eik, sítrus og hunangi, með örlitlum ananaskeim. Dálítið eikað í munni, gott jafnvægi og góð fylling, skortir þó líklega aðeins upp á þroskann. Gæti haft gott af 2-3 árum í vínskápnum. Passaði frábærlega með ofnsteiktri Sandhverfu með pestó og parmesan
Einkunn: 8,0