Hér er á ferðinni afar athyglisvert hvítvín frá hinum frábæra framleiðanda Rosemount í Ástralíu, en líkt og gildir um önnur vín frá Rosemount eru mjög góð kaup í þessu létta og skemmtilega Chardonnay. Epli og melónur ráða ferðinni ásamt hæfilegri sýru. Eftirbragðið er ljúft og merkilega langt.
Einkunn: 8,0