Fallega gullið vín, unglegt. Sterkur eikarkeimur, vottar fyrir melónum. Þó nokkur eik í bragðinu en mildari en lyktin gefur til kynna. Ágætt jafnvægi, fínt eftirbragð. Vín sem hentar vel með skelfiski og öðru sæfangi.
Tímaritið Wine Spectator gefur þessu víni einkunnina 84 og þessa umsögn: „Light and bright, with effusive melon and pear flavors that echo nicely on the round finish.Drink now.“
Einkunn: 7,0