Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 1997

Þetta vín er vel þroskað og silkimjúkt. Djúpt og dökkt og aðeins fjólublátt út í röndina. Áberandi svört kirsuber, plómur og eik leika um vitin. Plómurnar eru ríkjandi í bragðinu en aðeins vottar fyrir kryddi. Eftirbragðið er langt en aðeins tannínskt í lokin. Mjög gott nú en batnar með geymslu í 3-4 ár. Passar vel með ostum og rauðu kjöti. Miklu meira vín en verðið gefur til kynna.

Vinir á Facebook