Pierre Frick Gewurztraminer 1992

Gul slikja utan á víninu. Í nefinu pera, mikið krydd og mikill ávöxtur, jafnvel púðurreykur! Nokkuð kröftugt kryddbragð, jafnvel aggressíft í munni. Í góðu jafnvægi við ávöxtinn. Eftirbragðið mjúkt og gott. Vín sem hentar með feitum fiski, t.d. laxi, lúðu eða bara eitt og sér.

Vinir á Facebook