Niebaum-Coppola Napa Valley Cabernet Franc 1997

Mjög ungt vín, nokkuð dökkt og meðaldjúpt. Lyktar af kóngabrjóstsykri, eik, leðri og alkóhóli, frekar lokuð lykt. Áberandi tannín, dálítil sýra, kolsýra?, hrat (krækiber) og smá greip í eftirbragðinu. Nokkuð lokað vín sem þarf að geyma nokkuð lengi áður en það nær fullum skrúða, en gæti elst vel.
Í fyrsta skipti sem Vínklúbburinn smakkar hreint Cabernet Franc.
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook