Mjög ungt vín, nokkuð dökkt og meðaldjúpt. Lyktar af kóngabrjóstsykri, eik, leðri og alkóhóli, frekar lokuð lykt. Áberandi tannín, dálítil sýra, kolsýra?, hrat (krækiber) og smá greip í eftirbragðinu. Nokkuð lokað vín sem þarf að geyma nokkuð lengi áður en það nær fullum skrúða, en gæti elst vel.
Í fyrsta skipti sem Vínklúbburinn smakkar hreint Cabernet Franc.
Einkunn: 7,0