Joseph Drouhin Chablis Les Clos Grand Cru 1996

Fallega gullið vín, farið að dökkna í röndina og virðist bera góðan þroska. Töluverð dýpt. Yndisleg angan af eplum, hunangi, smjöri og eik, smá sítrus og jafnvel vanilla. Gríðarlega gott jafnvægi, mikil fylling, mjög gott og langt eftirbragð. Tvímælalaust besta hvítvín sem ég hef smakkað!
Einkunn: 10

Vinir á Facebook