Concha y Toro Central Valley Sunrise Cabernet Sauvignon 1998

Þokkalegt vín með léttu berjabragði, frekar einfalt, stutt eftirbragð.
Þorri Hringsson, vínkynnir Gestgjafans, gefur þessum árgangi einkunnina 3 glös (af 5) og þessa umsögn: „Þessi Cabernet Sauvignon frá Chile hefur sæmilega þéttan fjólurauðan lit og einfaldan og jafnframt nokkuð lokaðan ilm. Þar má greina sólbet, tóbak og eftir nokkra stund í glasinu, dæmigerða lykt af frænda þessa víns Sauvignon Blanc! Það skortir nokkuð þykkt og endingu og hefur rammt eftirbragð sem minnir á krækiberjasaft. Frekar lítið vín sem batnar ekki endilega þótt það væri geymt í tvö til þrjú ár.“ (Gestgjafinn, 8. tbl., 1999)
Einkunn: 6,0

Vinir á Facebook