Concha y Toro Casillero Del Diablo Merlot 1998

Vín ársins 2000 á Íslandi er Concha y Toro Casillero Del Diablo Merlot 1998 frá Chile. Þar er á ferðinni frábært vín sem hlaut frábærar viðtökur hjá undirrituðum og öllum meðlimum Vínklúbbsins. Umsögn Vínklúbbsins frá 23. mars 2000 er svohljóðandi: „Blóðrautt! Lítil dýpt en dökkt, ungt en massíft að sjá. Eik, sólber, blýantur, leður, plómur, hindber?, örlítill pipar og lakkrís – dálítið lokuð lykt. Góð fylling, gott jafnvægi, aðeins tannískt, langt og gott eftirbragð. “ Vínklúbburinn gaf því einkunnina 9,0 – Bestu meðmæli. Fleiri vín fengu sömu einkunn, jafnvel hærri, en það sem réði úrslitum var verðið, því þetta úrvalsvín kostar aðeins um 1.100 krónur!

Vinir á Facebook