Fetzer California Home Ranch Zinfandel 1996

Þetta er nokkuð ljóst vín, sýnir litla dýpt en byrjandi þroska. Angar af pipar, eik, leðri og vottar einnig fyrir sýru. Ekki mjög tannískt, nokkuð eikað, sýra rétt yfir meðallagi og eftirbragðið er frekar stutt. Ágætis hversdagsvín en þolir ekki mikla geymslu til viðbótar.
Tímaritið WineSpectator gefur 1996 árgangnum einkunnina 80 en 1997 árgangurinn fær einkunnina 85 – Best Buy og þessa umsögn: „Fetzer is a winery known for producing value-oriented wines, and they’ve hit the mark again with this offering. Bright raspberry and blueberry flavors and toasty notes make this Zin a tasty choice. Its low price and drink-now style make it a savvy choice. Plenty to go around, too.“
Við megum því eiga von á betra víni með næsta árgangi.
Einkunn: 6,0

Vinir á Facebook