Isole e Olena Cepparello 2019

Ofur-Toscanavínið frá Isole e Oleno hefur ávallt haft sérstakan stall hjá mér allt frá því ég smakkaði 1996-árganginn af því. Árið 2019 var einstaklega gott í öllum héruðum Toscana og eitt það besta á þessari öld (það nær þó ekki alveg sömu gæðum og 2015 en er ekki langt á eftir). 

Hér er á ferðinni hreint Sangiovese sem að lokinni gerjun er látið þroskast á tunnum í 20 mánuði áður en það er sett á flöskur. Þriðjungur tunnanna eru nýjar tunnur sem eru flestar úr franskri eik (um 5% eru úr amerískri eik), þriðjungurinn eru ársgamlar tunnur og þriðjungurinn eru tveggja ára gamlar tunnur.

Isole e Olena Cepparello 2019 hefur djúpan rúbínrauðan lit og þéttan ilm af leðri, vanillu, plómum, svörtum pipar, kakó, sólberjum, rifsberjum, ristuðu brauði, kryddjurtum og eik. Í munni er vínið þurrt, með góða sýra, þétt tannín og mjög góða fyllingu. Eftirbragðið langt og kryddað, með plómur, kirsuber, rifsber, kakó, fennel, leðri og eik. 96 stig. Frábært vín sem er þó í yngri kantinum til að drekka núna og hefði gott af nokkrum árum í geymslu. Vínið kostar í dag litlar 15.690 sem er aðeins meira en ég borgaði fyrir það í sumar. Njótið með lambasteik, nauti, þurrkuðu kjöti (pylsum), kálfakjöti og léttari villibráð.

James Suckling gefur þessu víni 94 stig, Robert Parker gefur 97+ og notendur Vivino gefa því 4,4 stjörnur (320 umsagnir þegar þetta er skrifað).

Isole e Olena Cepparello 2019
Frábært vín
Isole e Olena Cepparello 2019 fer vel með lambasteik, nauti, þurrkuðu kjöti (pylsum), kálfakjöti og léttari villibráð.
5
96 stig

Vinir á Facebook