Markus Molitor Trabener Würzgarten Alte Reben Riesling 2018

Eitt af því besta sem gerðist í íslenska vínheiminum á árinu 2021 er tilkoma Markus Molitor á íslenska vínmarkaðinn. Vínin eru reyndar ekki ennþá komin í hillur vínbúðanna en þegar það gerist þá skora ég á lesendur að næla sér í þessi vín sem fyrst, því þau eru alveg frábær. Í september sagði ég ykkur frá tveimur af fimm vínum Markus Molitor sem hægt er að nálgast hér á landi – Markus Molitor Alte Reben Mosel Riesling 2018 og Markus Molitor Riesling Haus Klosterberg 2018. Þar sagði ég lika að Markus Molitor væri einn besti hvítvínsframleiðandi í heimi og ég stend enn við þá fullyrðingu.

Markus Molitor Trabener Würzgarten Alte Reben Riesling 2018 er fagurgullið í glasi, ungt. Í nefinu finnur maður greipaldin, mandarínur, steinefni, ananas og ögn af steinolíu. Frískleg sýra, virðist örlítið sætt. Greipaldin, mandarínur og smá suðrænir ávextir í dásamlegu eftirbragðinu. 93 stig. Sælgæti eins og allt frá Markúsi Molitor. Mjög góð kaup (5.290 kr).

Notendur Vivino gefa þessu víni 4,4 stjörnur (reyndar aðeins 22 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur þessu víni 94 stig.

Markus Molitor Trabener Würzgarten Alte Reben Riesling 2018
Mjög góð kaup
Markus Molitor Trabener Würzgarten Alte Reben Riesling 2018 er hreinasta Sælgæti eins og allt frá Markúsi Molitor.
4.5
93 stig

Vinir á Facebook