Apothic White (Winemaker’s Blend) 2016

Ég hef verið að skrifa aðeins um rauðvínin frá Apothic og nú er komið að hvítvíninu. Apothic framleiða aðeins eitt hvítvín og það er kannski það vín sem kemst næst því að vera „hefðbundið“ hvítvín (rauðvín eru ekki beint klassísk Kaliforníurauðvín). Vínin eiga nefnilega að höfða til nýjustu kynslóðar vínneytenda og á heimasíðu Apothic er að finna uppskriftir að kokteilum þar sem vínin þeirra koma til sögu.

Áhugasamir um kokteila geta smellt hér til að kynna sér kokteilinn White Ginger.

Vín dagsins

Hvítvínið frá Apothic er blandað úr þrúgunum Chardonnay, Pinot Grigio og Riesling. Litlar aðrar upplýsingar hef ég þó um gerð þessa víns.

Apothic White 2016 er fölgult á lit, með sætan sítrusilm, perur, ferskjur og ananas. Í munni er vínið örlítið sætt með miðlungssýru. Aðeins sætt í munni með perur og ananas í eftirbragðinu. Ágætt til að sötra í kokteilboði eða sem fordrykkur. Gæti jafnvel gengið með ljósu fuglakjöti og salati. 86 stig. Ágæt kaup (2.299 kr). Sýnishorn frá innflytjanda.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,5 stjörnur (2.118 umsagnir þegar þetta er skrifað).

Apothic White (Winemaker’s Blend) 2016
Apothic White 2016 er ágætt til að sötra í kokteilboði eða sem fordrykkur og gæti jafnvel gengið með ljósu fuglakjöti og salati.
3.5
86 stig

Vinir á Facebook