Evening Land La Source Seven Springs Vineyard Pinot Noir 2015

Víngerð í Oregon-fylki í Bandaríkjunum á sér ekkert sérstaklega langa sögu. Það eru ekki nema um 50 ár síðan víngerð þar fór af stað fyrir alvöru. Víngerð þar er hins vegar á miklu flugi og mikil gróska. Þar eru nú 18 skilgreind vínræktarsvæði og um 70 mismunandi þrúgur sem þar eru ræktaðar hjá yfir 700 vínhúsum. Sum héruðin renna reyndar að einhverju leyti saman við samnefnd héruð í Washington og Idaho.

Mest ræktuðu þrúgurnar í Oregon eru Pinot Noir og Pinot Gris. Reglur í Oregon kveða á um að ávallt skuli tilgreina þrúgurnar í víninu, og s.k. einnar-þrúgu vín verða að innihalda a.m.k. 90% af þeirri þrúgu. Þó eru gerðar nokkrar undantekningar (rauð og hvít vín í Bordeaux- og Rónar-stíl).

Vín dagsins

Vínhús Evening Lands er staðsett í Willamette Valley, nánar tiltekið á því svæði sem kallast Eola-Amity Hills. Þar eru gerð 3 hvítvín – öll úr Chardonnay – og 4 rauðvín – 3 Pinot Noir og 1 Gamay. Vín dagsins er látið gerjast í sementstönkum og hvílir svo í 12 mánuði á frönskum eikartunnum.

Evening Land La Source Seven Springs Vineyard Pinot Noir 2015 er rúbinrautt á lit, með góða dýpt og sýnir byrjandi þroska. Hindber, jarðarberjasult, svartur pipar og ögn af negul í ljúfum ilminum. Silkimjúk tannín, góð sýra og flottur ávöxtur. Góð fylling. Hindber, vanilla og vottur af eik í ljúfu eftirbragðinu. Ákaflega elegant vín. 95 stig. Fer vel með nautakjöti, kálfakjöti og léttari villibráð.

Notendur Vivino gefa þessu víni 4,3 stjörnur (196 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator gefur þessu víni 94 stig.

Evening Land La Source Seven Springs Vineyard Pinot Noir 2015
Evening Land La Source Seven Springs Vineyard Pinot Noir 2015 er ákaflega elegant vín sem fer vel með nautakjöti, kálfakjöti og léttari villibráð.
5
95 stig

Vinir á Facebook