Cune Rioja Crianza 2015

Eins og ég hef nú oft prófað vínin frá CUNE, þá er eiginlega fáránlegt að það séu ekki fleiri dómar um þau vín á Vínsíðunni. Reserva-vínin frá 2010 og 2011 voru alveg frábært, sem og Gran Reserva. Því miður eru þeir árgangar nú horfnir úr hillum vínbúðanna en sem betur fer er 2015 kominn í staðinn en hann er líka mjög góður og því engin ástæða til að örvænta.

Cune Rioja Crianza 2015 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með miðlungsdýpt. Í nefinu er dæmigerður Rioja-ilmur – kirsuber, leður, vanilla og pipar. Í munni eru mild tannín, hófleg sýra og miðlungs fylling. Eik, leður, kirsuber og smá kakó í ágætu eftirbragðinu. Fer vel með léttum kjötréttum, pylsum, ostum og ljósu fuglakjöti sem hefur ratað á grillið. 87 stig. Ágæt kaup (2.399 kr). Athugið að flaskan er með skrúftappa sem er ekki mjög algengt þegar spænsk vín eru annars vegar.

Cune Rioja Crianza 2015
Fer vel með léttum kjötréttum, pylsum, ostum og ljósu fuglakjöti sem hefur ratað á grillið.
3.5
87 stig.

Vinir á Facebook